Jón Arnór Stefánsson er að njóta gríðarlegrar velgengni með liði Valencia á Spáni. Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum í allan vetur og báðir í Evrópukeppninni. Miðlar á Spáni hafa velt þessari velgengni fyrir sér og þá hefur verið birt grein í staðarblaði í Malaga þar sem Jón spilaði í fyrra hvort sú ákvörðun hafi verið röng að endursemja ekki við Jón Arnór og sagt að hann sé jafnvel púslið sem vantar í þeirra lið í dag. Ekki ónýtt að fá slíkt hrós í svo stórri deild sem ACB deildin er. 

 

Við heyrðum í Jóni varðandi velgengni og þá athygli sem liðið hefur fengið. Hvort heitasta lið Evrópu ætti jafnvel erindi í NBA lið og svo um framhaldið hjá honum og meiðsli hans.  Jón var staddur á flugvellinum í París að bíða þegar við náðum í skottið á honum.