Jón Arnór Stefánsson telur það nokkuð raunhæfan möguleika að komast aftur á Eurobasket eftir að viðhöfðum samband við hann og ræddum um dráttinn sem fram fór í Munchen í gær. Þar drógust okkar menn í riðli með Sviss, Kýpur og Belgum.  Jón Arnór segir dráttinn jákvæðan og kveðst spenntur fyrir þessu verkefni. 

"Fyrstu viðbrögð eru bara nokkuð jákvæð. Belgarnir eru náttúrulega rosalega sterkir. Okkar helstu möguleikar að komast á Eurobasket aftur liggja í því að komast inn í öðru sætinu eða vera eitt af þeim liðum.  Ég tel það alveg vera raunhæfan möguleika, mér lýst bara vel á Kýpur og Sviss. Þetta eru lið sem við getum unnið en ætla nú samt sem áður ekki að vera að setja neina svakalega pressu á okkur. Auðvitað alltaf erfitt að vinna á útivelli og allt það en þetta er jákvætt og ég er spenntur og gaman að þetta sé komið í ljós. Nú getur maður farið að hugsa um næsta sumar og þetta er ákveðið "modivation" að vita á móti hverjum við spilum og ég er brattur."