Þjálfarar Hauka og Tindastóls mættu í viðtal hjá Karfan.is eftir leik liðanna í kvöld, eins og gefur að skilja missáttir með kvöldið. Ívar talaði um að það hefði verið úrslitakeppnis stemmning í loftinu og var gríðarlega sáttur með framlag sinna manna. Einnig minntist hann á að Emil Barja væri loksins kominn til baka eftir lélega leiku uppá síðkastið.

 

José María Costa Gómez þjálfari Tindastóls var ósáttur við að spilamennska liðsins tók stakkaskiptum á milli hálfleikja. Hann vildi ekki hengja haus þrátt fyrir tap en sagði að þeir þyrftu að skora fleiri stig í næstu leikjum.