Dregið var í morgun í riðla fyrir komandi Evrópukeppnir landsliða. Mest spennan var líkast til sú að sjá hvar íslenska karlalandsliðið myndi þurfa að slást til að koma sér á Eurobasket á ný árið 2017.  Íslenska liðið fær verðugt verkefni í hendurnar til að koma sér aftur á EuroBasket. Ísland kemur til með að mæta Sviss, Kýpur og svo sterku liði Belga í A riðli. 

A-riðill · Undankeppni EM
1. Belgia
2. Ísland
3. Sviss
4. Kýpur

Landslið Íslands var í 2. styrkleikaflokki og lenti í fjogurra liða riðli með einu liðu úr styrkleikaflokkum 1, 3 og 4. Leikið verður dagana 31. ágúst – 17. september heima og að heiman.

EuroBasket fer svo fram í lok sumars 2017 í fjórum löndum (riðlar) líkt og síðast og úrslitin verða svo í Tyrklandi. Löndin sem halda riðlakeppnina verða Finnland, Rúmenía, Ísrael og Tyrkland.

Svona var svo dregið hjá yngri landsliðum Íslands
 

U 16 Karlar í Sofíu Bulgaríu 11. ágúst – 20. ágúst
Slóvakía, Georgía, Búlgaría, Tékkland, Ísland, Belgía

U18 kvenna í Sarajevó Bosníu 23. júlí – 31. júlí
Bosnía, Portúgal, Rúmenía, Finland, Ísland

U16 kvenna í Oradea Rúmeníu 5. ágúst – 14. ágúst
Albanía, Danmörk, Úkranía, Grikkland, Lúxemburg, Ísland

U18 karla í Skopje Makedóníu 29. júlí – 7. ágúst
Danmörk, Tékkland, Holland, Eistland, Lúxemburg, Ísland

U20 karla í Halkida Grikklandi  15 júlí – 24. júlí
Rússland, Pólland, Ísland, Eistland, Hvíta-Rússland