Snæfell og Grindavík mætast í mikilvægum slag núna eftir nokkrar mínútur. Þorleifur Ólafsson er ekki á leikmannaskrá Grindavíkur í kvöld vegna nárameiðsla en Hilmir Kristjánsson er mættur aftur í búning en hann hefur verið frá í nokkrar vikur eftir aðgerð á fótum.

Hólmarar eru bara mættir níu til leiks, Óskar Hjartarson og Baldur Þorleifsson eru ekki á skrá hjá Snæfellingum í kvöld. 

Liðin eru jöfn að stigum í 8.-9. sæti deildarinnar með 12 stig svo það er til mikils að vinna í kvöld fyrir bæði lið.