Nýliðar Hattar hafa orðið fyrir skakkaföllum í Domino´s-deildinni því Helgi Björn Einarsson hefur beðist lausnar frá samningi við félagið. Höttur varð við ósk leikmannsins sem er að flytja aftur heim á suðvesturhornið.

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar átti ekki von á neinni liðsbót í stað Helga þegar Karfan.is ræddi við hann. „Það er alltaf vont að missa menn út úr hópnum og sérstaklega með leikmann eins og Helga sem var að spila rúmar 30 mínútur að meðaltali í leik. Nú opnast samt tækifæri fyrir aðra leikmenn hópsins og ég vona að þeir grípi það,“ sagði Viðar. 

Höttur situr á botni úrvalsdeildarinnar með 2 stig eftir 14 deildarleiki. 

Mynd/ Bára Dröfn – Helgi Björn í leik með Hetti gegn ÍR í Seljaskóla.