Mikið hefur verið rætt og ritað um veru Stefan Bonneau hjá Njarðvíkingum í vetur. Þessi magnaði leikmaður sem sýndi skemmtilega takta á síðasta tímabili með Njarðvíkingum meiddist korter fyrir mót í ár þegar hann sleit hásin.  Kappinn hefur verið hér hjá Njarðvíkingum hinsvegar meiddur en í sjúkraþjálfun og er að  ná sér góðum af meiðslum. Svo er komið að hann er byrjaður að trítla aðeins með á æfingum liðsins og eins og glöggir stuðningsmenn hafa séð þá er hann oft í upphitun með liðinu á kantinum að drippla eða skjóta.  

 

En hver er pælingin með veru hans hér? Njarðvíkingar eru nýbúnir að skipta um erlendan leikmann og fengu til sín Jeremy Atkinson til að bólstra í teiginn hjá þeim.  Er planið að Stefan nái að spila á þessu tímabili með liðinu?  Hver er að greiða fyrir veru hans hér á landinu?  Þessu svarar Gunnar Örlygsson formaður KKd. UMFN í viðtali við Karfan.is sem hægt er að skoða hér að neðan.