Í hádeginu var dregið í undanúrslit karla og kvenna í Poweradebikarkeppninni. Ríkjandi bikarmeistarar Grindavíkurkvenna fá Stjörnuna í undanúrslitum og karlamegin fær KR, silfurlið síðasta árs í bikarnum, leik gegn Grindavík á útivelli. Það voru þau Íris Svavarsdóttir mótastjóri Fimleikasambands Íslands og Gunnar Lár markaðsstjóri Powerade sem sáu um bikardráttinn í dag.

Svo fór drátturinn

Undanúrslit kvenna

Grindavík-Stjarnan

Keflavík-Snæfell

Undanúrslit karla

Grindavík-KR

Þór Þorlákshöfn-Njarðvík b/Keflavík

Leikdagar verða 23.-25. janúar næstkomandi en úrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 13. febrúar næstkomandi. 

Mynd/ nonni@karfan.is – Íris og Gunnar Lár við bikardráttinn í dag.