Það kannski hlaut að koma að því en í kvöld töpuðu lið Valencia fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar Franska liðið Limoges völtuðu hreinlega yfir heimamenn og sigruðu að lokum með 20 stigum. 72:92 var niðurstaða kvöldsins og þar með líkur 28 sigurleikja hrinu liðsins í öllum keppnum. 

 

Jón Arnór Stefánsson sá sýnar fyrstu mínútur í langan tíma þegar hann spilaði 11 mínútur í leiknum.  Jón gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta. 

 

Það er skammt stórra högga á milli hjá þeim í Valencia því á sunnudaginn nk. koma þeir til með að spila gegn liði Barcelona í ACB deildinni en Barcelona hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur.