Kvennalið Canisius háskólans fór nýverið í keppnisferð til Texas og festi allt ferðalagið á myndband. Þar er farið yfir undirbúning liðsins fyrir leikina og aðeins komið inn á hvernig lífið er hjá þeim stöllum Margréti Rósu og Söru Rún sem stunda nám við háskólann og spila með körfuboltaliði skólans.