Kumpánarnir Pavel Ermolinskji og Finnur Freyr Stefánsson voru kátir eftir stórsigur á Haukum. KR valtaði yfir Hauka á upphafsmínútunum og uppskáru þar með tuttugu stiga mun sem Haukum tókst aldrei að saxa á.

 

„Mjög góð spilamennska frá A-Ö. Við stóðum okkur vel að koma okkur útúr þeim holum sem við lenntum í. Ákeðin KR bragur yfir því.“ sagði Pavel um spilamennsku liðsins. Landsliðsmaðurinn var einni stoðsendingu frá þrennu en Finnur þjálfari tók hann útaf þegar þrjár mínútur voru eftir og náði henni því ekki.

 

„Ég var farin að hlakka til að fá frí fá þjálfaranum, svo lætur hann sjá sig og eyðileggur hlutina“ sagði Pavel og skellti uppúr.

 

Finnur var ánægður með hvernig sínir menn mættu til leiks, þegar einungis þrír dagar eru til undanúrslitanna í bikarkeppninni. „Menn eru komnir með hugann á annað en sterkur sigur gegn góðu liði í kvöld.“ sagði Finnur og bætti við að líklega hefði KR liðið sýnt sinn besta sóknarleik á tímabilinu.

 

Viðtöl / Ólafur Þór Jónsson – @Olithorj

Myndir / Nonni@Karfan.is