Elvar Már Friðriksson hélt suður líkt og LeBron hér um árið og skipti úr LIU háskólanum og tók sinn leik alla leið niður til Miami þar sem hann spilar fyrir Barry háskólann. Hjá Barry hefur Elvar Már blómstrað og gengið gríðarlega vel.  Svo vel hefur í raun gengið að Elvar er stoðsendingahæstur í Bandaríkjunum í D2.  Elvar sendir rúmar 8 stoðsendingar á leik á félaga sína en þetta meðaltal lækkaði eilítið þar sem að síðasti leikur liðsins var ekki uppá marga fiska en þá töpuðu þeir fyrir Ecerd skólanum og Elvar sendi 4 stoðir á sína menn.