Barry University sigraði Nova Southeastern í gærkvöldi 86-89 eftir að Elvar Már Friðriksson innsiglaði sigur liðsins á vítalínunni í lok leiks. Elvar spilaði góðan leik fyrir Barry með 6 stig og 10 stoðsendingar. Þetta er fimmti leikurinn í vetur sem hann fer yfir 10 stoðsendingar, en hann leiðir liðið í stoðsendingum með 8,4 í leik. Barry hefur nú sigrað 12 leiki en aðeins tapað 2 í vetur. 

 

 

Matthías Orri Sigurðarson skoraði 9 stig á 11 mínútum í 95-67 sigri CSU á North Georgia í gærkvöldi. CSU hafa nú sigrað 11 leiki en tapað aðeins 2 í vetur.