Heimildir herma að ekkert hafi spurst til Michael Craig eða "Moby Dick" eins og viðurnefni hans er orðið í Njarðvíkinni. Craig átti að koma til landsins að spila með Njarðvíkingum það sem eftir lifir tímabils og leysa af Marquis Simmons.Orðrómurinn  er að pappírar hans séu ekki tilbúnir og/eða að kappinn hafi einhver gömul "strákapör" á ferli sínum sem hindra komu hans til landsins. Jóhannes Albert Kristbjörnsson stjórnarmaður hjá Njarðvíkingum sagðist ekki getað staðfest um hvort Craig sé komin eða komi til landsins yfir höfuð. 

 

Líklegra þykir að Michael Craig verði ekki með í kvöld og því Njarðvíkingar kanalausir í einum mikilvægasta leik vetursins til þessa hjá þeim og það gegn ríkjandi Íslandsmeisturum KR í DHL höllinni. Þar sem KR-ingar þeir hafa ekki tapað í tæp tvö ár fyrr en nú rétt fyrr í vikunni gegn Stjörnumönnum.