Emil Barja átti góðan leik fyrir lið Hauka í kvöld þegar þeir sigruðu Tindastól í hörkuleik. Emil hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum og má því segja að hann sé loks fundinn. Hann talaði upp mikilvægi sigursins eftir slappan janúar og vildi meina að þetta væri forsmekkurinn á því sem framundan væri.