Dirk Nowitzki er ekki við eina fjölina felldur og hefur sýnt það á margan hátt. Nú tók hann sig til nýlega og gerði kynningarmyndband fyrir Dallas Mavericks liðið, í kosningaáróðursstíl.  Dirk leikur þar ónefndan pólitíkus sem líkist MJÖÖÖÖG mikið Donald nokkrum Trump sem er í framboði til forsetaembættis Bandaríkjanna.