Snillingurinn Dirk Nowitzki hefur nú gefið það út að hann muni ekki leika meira fyrir þýska landsliðið. Þessi einn af frambærilegustu leikmönnum íþróttarinnar er 37 ára gamall og að loknum síðasta leik Þýskalands á EuroBasket 2015 grunaði marga að það hafi verið hans síðasti leikur í þýska búningnum. Nú hefur Dirk staðfest að svo sé. 

Karfan.is var vitaskuld á staðnum í Berlín og við náðum þessu myndbandi hér að neðan þegar stuðningsmenn Þýskalands hylltu kappann í Berlín sem kvaddi með tár á hvarmi: