Tindastóll hefur ráðið Myron Dempsey aftur til félagsins til enda þetta tímabils. Hefur stjórn kkd Tindastóls komist að samkomulagi við Jerome Hill að hann sé búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið, þakkar stjórn kkd Tindastóls Hill fyrir samstarfið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKD Tindastóls.

Í tilkynningunni segir einnig: 

 

Myron er að koma aftur í Síkið en hann lék með félaginu í fyrra, hann er væntanlegur á Sauðárkrók núna strax eftir helgina. 

Mynd/ Dempsey í leik með Tindastól á síðasta tímabili.