Daníel Guðni Guðmundsson er að fara í Höllina í úrslitaleik bikarkeppninar í fyrstu atrennu sem þjálfari í úrvalsdeildinni eftir sigur gegn Stjörnunni í kvöld. Daníel var gríðarlega ánægður með framlag sinna kvenna í kvöld og nefndi meðal annara Hrund Skúladóttir sem kom af bekknum og hlóð í 15 stig.