Nýjasti liðsmaður Keflavíkur, Daði Lár Jónsson, verður ekki með Keflvíkingum gegn Njarðvík í Domino´s-deild karla í kvöld en Daði verður frá næstu daga vegna meiðsla.

Daði meiddist lítillega á öðru hné á dögunum en sagði í samtali við Karfan.is í dag að hann yrði frá einhverja daga í viðbót.