Njarðvíkingar unnu í dag mikilvægan sigur á KR í 1. deild kvenna þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Lokatölur voru 79-67 Njarðvík í vil sem með sigrinum hafa nú 10 stig í 4. sæti deildarinnar og minnkuðu muninn á KR niður í 2 stig en KR er í 2. sæti með 12 stig. Skallagrímur er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og einsýnt að keppnin um að mæta Skallagrím í úrslitum deildarinnar verður hörð þar sem KR og Breiðablik hafa 12 stig í 2.-3. sæti og Njarðvík með 10 stig í 4. sæti.

Carmen Tyson-Thomas landaði myndarlegri tvennu í liði Njarðvíkinga með 34 stig og 12 fráköst. Karen Dögg Vilhjálmsdóttir átti einnig góðan dag í liði Njarðvíkinga með 12 stig en hjá KR var Perla Jóhannsdóttir með 20 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. En Carmen var ekki ein um tvennuna því Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skartaði einni slíkri fyrir KR með 12 stig og 15 fráköst. 

Úrslit dagsins í 1. deild kvenna:

Fjölnir-Breiðablik 56-79 (9-18, 10-20, 18-24, 19-17)
Fjölnir
: Fanney Ragnarsdóttir 15, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 15/4 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 8, Rósa Björk Pétursdóttir 8/5 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 7/10 fráköst, Elísa Birgisdóttir 2, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 1/7 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 0, Sigrún Elísa Gylfadóttir 0, Margrét Eiríksdóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0. Breiðablik: Latavia Dempsey 30/5 stolnir, Telma Lind Ásgeirsdóttir 13/7 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10/5 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 7/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/13 fráköst/4 varin skot, Katla Marín Stefánsdóttir 5, Arndís Þóra Þórisdóttir 4, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Berglind Karen Ingvarsdóttir 2, Thelma Rut Sigurðardóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0.

Njarðvík-KR 79-67 (27-24, 17-8, 26-18, 9-17)
Njarðvík:
Carmen Tyson-Thomas 34/12 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 12, Soffía Rún Skúladóttir 11/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hera Sóley Sölvadóttir 6/11 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 6/4 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 1, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Hulda Ósk B. Vatnsdal 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 0.
KR: Perla Jóhannsdóttir 20/4 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 16/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12/15 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/8 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8, Rannveig Ólafsdóttir 2/6 fráköst, Marín Matthildur Jónsdóttir 1, Margrét Blöndal 0, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 0/4 fráköst/6 stoðsendingar, Kristjana Pálsdóttir 0.
 

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Skallagrímur 12/0 24
2. KR 6/4 12
3. Breiðablik 6/7 12
4. Njarðvík 5/5 10
5. Þór Ak. 3/4 6
6. Fjölnir 0/12 0

 

Mynd/ KKD UMFN