Matthías Orri Sigurðarson og félagar hans í Columbus State háskólanum spiluðu í nótt gegn liði Lander á heimavelli sínum. Þrátt fyrir að leiða í hálfleik með 5 stigum þá náðu Columbus ekki að landa sigrinum. Mest komust Columbus í 15 stiga forskot í leiknum og allt leit út fyrir að sigur ynnist.  Leiknum lauk með sigri Lander 94:89. 

 

Matthías Orri Sigurðarson spilaði 10 mínútur í leiknum og hitti úr eina skoti sínu í leiknum sem var þristur og sendi eina stoðsendingu og tók eitt frákast.