Topplið Skallagríms í 1. deild kvenna hefur bætt við sig bandarískum leikmanni að nafni Ka-Deidre Simmons sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í gærkvöldi.

Simmons er leikstjórnandi en Guðrún Ámundadóttir sagði viðbótina helst til komna vegna brottfalla í upphaflega leikmannahóps Skallagríms. 

 

„Sigrúnu systir var ráðlagt að fara í úrvalsdeildarlið til að koma sterkari inn í landsliðið, Þórkatla Þórarinsdóttir sleit krossband fyrir jól og þrír leikmenn sem sáu sér ekki fært að æfa vegna skóla og vildu gefa fjölskyldunni meiri tíma,“ sagði Guðrún þegar Karfan.is ræddi við hana. 

 

Þá eru tveir aðrir leikmenn að glíma við meiðsli svo Ka-Deidre Simmons var kölluð inn en Borgnesingar eru ekki á flæðiskeri staddir í deildinni þar sem liðið hefur unnið alla 13 leiki sína á tímabilinu.

 

Erikka Banks og Simmons eru því tvær á mála hjá toppliðinu en þær gerðu 36 af 53 stigum liðsins í sigrinum gegn Þór í gær.

Mynd/Ómar Örn Ragnarsson – Simmons gerði 8 stig í gær.