Erlendu leikmenn Sundsvall Dragons fengu ekki leikheimild í gærkvöldi vegna refsiaðgerða sænska körfuknattleikssambandsins. Átta heimamenn tóku þá á móti botnliði ecoÖrebro og máttu fella sig við 94-91 ósigur.

Eins og áður hefur komið fram eru vangoldin dómaralaun ástæða þess að landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson og aðrir erlendir leikmenn Sundsvall fengu ekki að leika í gær. Síðast þegar við ræddum við Hlyn var ekki útséð með hversu lengi þessi viðurlög myndu standa. 

 

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras Basket lentu í hörkuleik á heimavelli sem fór 98-99 fyrir Norrköping Dolphins. Framlengja varð slaginn þar sem Johnell Smith ísaði leikinn með teigskoti um leið og framlengingunni lauk. Jakob Örn var með 14 stig og 3 stoðsendingar hjá Boras en stigahæstir voru Omar Krayem og Christian Maraker báðir með 29 stig.

 

Staðan í sænsku deildinni

Grundserien
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. Södertälje Kings 20 18 2 36 1604/1379 80.2/69.0 10/0 8/2 83.7/69.2 76.7/68.7 5/0 8/2 +8 +10 +5 2/0
2. Norrköping Dolphins 21 16 5 32 1634/1487 77.8/70.8 9/1 7/4 81.7/72.9 74.3/68.9 4/1 8/2 +1 -1 +4 5/3
3. BC Luleå 21 13 8 26 1820/1681 86.7/80.0 7/3 6/5 89.1/76.7 84.5/83.1 4/1 7/3 +4 +4 +2 1/3
4. Sundsvall Dragons 21 13 8 26