Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry háskólanum komu sér á beinu brautina á nýju með sigri gegn Florida Tech háskólanum 85:65.  Barry leiddi með 5 stigum í hálfleik en gáfu svo í og pökkuðu leiknum með 20 stigum líkt og fyrr kemur fram.  Elvar hélt uppteknum hætti og mataði félaga sína svo um munaði. Hann sendi 9 stoðsendingar og skoraði 5 stig í leiknum.