Baldur Ingi þjálfari Stjörnukvenna var daufur þegar við náðum á hann eftir tap í Grindavík í kvöld. Hann sagði lið sitt hafa gert ágætlega og meðal annars unnið seinni hálfleikinn, svo hann týndi nú það góða úr leiknum.  Baldur uppljóstraði því einnig að nýr erlendur leikmaður þeirra hefur verið meira og minna slöpp í veikindum síðan hún kom.