Stjörnumenn hafa bætt við sig leikmanni en Arnþór Freyr Guðmundsson kvittaði í dag undir samning við Garðbæinga og kemur til með að leika með þeim út tímabilið í það minnsta.  Arnþór hóf tímabilið með liði Tindastóls eftir að hafa átt glimmrandi gott tímabil með Fjölni í fyrra.  Arnþór náði sér hinsvegar aldrei á strik í Skagafirðinum og var leystur undan samningi þar fyrir skömmu. Þó nokkur lið í Dominosdeildinni höfðu samband við kappann samkvæmt heimildum en hann ákvað sem fyrr segir að kvitta undir með Stjörnumönnum. 

"Arnþór hefur sannað sig sem gæðaleikmaður í efstu deild síðustu ár og fellur vel að okkar leikstíl og hugmyndafræði. Hann býr, líkt og uppeldisbræður sínir úr Grafarvoginum, yfir mikilli leikgreind og er góður liðsfélagi sem er öllum liðum mikill fengur að hafa innan sinna raða. Hans hlutverk verður í raun líkt og þeirra Marvins og Tómasar hingað til en það er ljóst að það er ákveðin þörf á að dreifa álagi frekar en hefur verið í aðdraganda úrslitakeppninnar svo við komum inn í hana af fullum krafti. Arnþór hjálpar þar mikið til." sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunar í samtali við Karfan.is nú rétt áðan. 

 

Arnþór hefur leikið með FJölni sem fyrr segir og spilaði einnig í EBA deildinn á Spáni fyrir tveimur árum.