Aga-  og úrskurðarnefnd KKÍ tók fyrir tvö mál í vikunni. Nefndin sendi erlendan leikmann Vals í 1. deild karla, Jamie Stewart í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik Vals og Breiðabliks þann 7. janúar sl. Þá var einnig Ingvar Kristinsson, leikmaður Stjörnunnar B dæmdur einnig í eins leiks bann fyrir háttsemi sem hann sýndi af sér í leik Stjörnunnar B og Kormáks í 2. deild karla. Úrskurðirnir taka gildi næstkomandi fimmtudag.

 

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar