41. viðureign LIU Broolyn og St. Francis Brooklyn í einvígi liðanna um montréttinn í Brooklyn fer fram í kvöld í Steinberg Wellness Center í Brooklyn, New York. Liðin hafa innanborðs þrjá íslenska leikmenn, þá Martin Hermannsson, Gunnar Ólafsson og Dag Kár Jónsson. Vegna veðurs, þar sem hér hefur snjóað um 30 cm af snjó, hefur leiknum verið flýtt til klukkan 15:00 að staðartíma en átti að fara fram kl. 20:00. Það þýðir að hann verður í beinni útsendingu á ESPN kl. 20:00 að íslenskum tíma í kvöld.

 

Montrétturinn er nú í höndum St. Francis eftir sannfærandi 81-64 sigur í fyrra en leikurinn fór þá fram á heimavelli Terriers. Fram að því hafði LIU sigrað fjóra leiki í röð. Það er því við búist að LIU vilji hrifsa réttinn aftur til sín. Spennandi leikur framundan.

 

Karfan.is verður á staðnum og færir ykkur fréttir af leiknum. Fylgist með hér á vefsíðunni, Twitter (@Karfan_is) og Snapchat (Karfan.is).