Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Snæfells, Rebekku Rán Karlsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Lið Snæfells tekur á móti Grindavík í Stykkishólmi kl. 19:15 í kvöld.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

Vali Orra Valssyni

Lovísu Björt Henningsdóttur

 
 

 

Rebekka:

Hello – Adele

Þetta lag, þessi söngkona! Adele er alveg með þetta og veit hvað hún syngur.

 

Runnin’ (Lose it all) – Naughty boy, Beyoncé, Arrow Benjamin

Queen B! Eina sem þarf að segja.

 

Leiðin okkar allra – Hjálmar

Þetta lag hefur lengi verið eitt af mínum uppáhalds lögum. Rólegt og gott og kemur manni í góðan gír.

 

Sorry – Justin Bieber

Ég var ekkert rosa mikill Bieber fan en eftir að hann gaf út nýju plötuna verð ég meiri og meiri Bieber fan með hverri hlustun. 

 

Þorparinn – Pálmi Gunnarsson

Þegar Símon Hjaltalín hendir þessu á fóninn þegar það eru 3 mínútur í leik þá peppast maður enn meira upp, bara gleði!