Njarðvíkingar taka á móti Grindavík í lokaumferð Domino's deildar karla fyrir jól í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í kvöld. Njarðvík þarf að sigra þennan leik til að missa ekki Hauka, Stjörnuna og Þór fram úr sér en Grindvíkingar freistast til að laga stöðu sína á töflunni fyrir jól.

 

Stjarnan tekur á móti Hamri í Domino's deild kvenna en það er alvöru botnslagur sem Stjarnan verður að sigra til þess að missa ekki hin liðin fyrir ofan of langt frá sér. Hamar hins vegar reyna að ná sínum öðrum sigri í vetur. Leikurinn hefst kl. 19:15.

 

Í 1. deild karla eru þrír leikir spilaðir í kvöld. Hamar tekur á móti Skallagrími í Hveragerði kl. 19:15, KFÍ fer í heimsókn til Val í Vodafone höllina kl. 19:30 og Ármann tekur svo á móti ÍA í Kennaraháskólanum kl. 20:00.