Lið Bluefield háskólans réði ekkert við Kristófer Acox og félaga í Furman í teignum í leik liðanna í gærkvöldi. Furman sigraði örugglega 94-46. Acox var stigahæstur í Paladins liðinu með 19 stig og 10 fráköst. Frábær leikur hjá okkar manni.

 

 

Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir spiluðu frábærlega í tapleik Canisius gegn Texas háskólanum, sem er taplaus eftir 9 leiki. Canisius tapaði stórt 62-92. Margrét Rósa skoraði 11 stig og tók 6 fráköst en Sara Rún kom af bekknum með 10 stig og 3 fráköst.