Keflavík sigraði Stjörnuna með 87 stigum gegn 85 á heimavelli sínum í TM Höllinni. Leikurinn var bæði sá síðasti fyrir áramót, sem og sá síðasti í fyrri hluta úrvaldsdeildar karla. Með sigrinum er Keflavík því, enn, á toppi deildarinnar með 9 sigra og tvö töp á meðan að Stjarnan vermir 4. sætið með 7 sigra og 4 töp.

 

 

Liðin, sem ekki höfðu spilað gegn hvoru öðru í vetur, í gegnum árin eldað grátt silfur saman í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar þar sem að Stjarnan hafði í nokkur skipti sent Keflavík í snemmbúið sumarfrí. Því allt að því um erkifjendur að ræða í þessum leik, en ef skilja má tíst leikmanns (sjá að neðan) Stjörnunnar, Marvins Valdimarssonar, rétt. Þá væri hann til í að launa greiða kvöldsins í úrslitakeppninni komandi vor, eins og honum er einum lagið.

 

Leikurinn fór heldur brösulega af stað fyrir heimamenn þar sem að í fyrstu 5 sóknum liðsins töpuðu þeir boltanum í 4 skipti. Stjarnan náði þó ekki að nýta sér þessi mistök heimamanna þar sem að hinumegin á vellinum voru þeir ekki að nýta skot sín nógu vel. Leikurinn var því jafn og spennandi. Eftir fyrsta leikhluta höfðu gestirnir 3 stiga forskot (20-23)

 

Í öðrum leikhlutanum hélt leikurinn áfram sem frá horfði. Stjarnan skrefinu á undan. Allt þangað til um miðbygg leikhlutans, en þá komst Keflavík fyrst yfir og náði að fara með 3 stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik. Virkilega jafn og spennandi þessi fyrsti hálfleikur. Til marks um það er að flest stig skoruð án svars andstæðins voru aðeins 5 hjá Keflavík og 4 hjá Stjörnunni.

 

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum var Earl Brown, en hann skoraði 13 stig, tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Garðabæ var það Alonzo Coleman sem dróg vagninn, en á tímum virtist hann geta gert það sem hann vildi sóknarlega inni á vellinum. Hann var í hálfleik kominn með 20 stig og 10 fráköst.

 

Keflvíkingar komu spenntir inn í 3. leikhlutann. Með því að ná að keyra hraða leiksins upp og góðri innkomu Magnúsar Þórs Gunnarssonar tókst þeim að klára 3. leikhlutann með 9 stiga forystu (68-59)

 

Í fjórða leikhluta leiksins gerði Stjarnan svo áhlaup um leið að forystu heimamanna og um miðbygg leikhlutans voru þeir komnir aðeins 1 stigi frá Keflavík. Liðin fóru þá að skiptast á að skora og hélst þessi litli munur á liðunum að mestu þangað til undir lokin. Lokamínútur leiksins voru svo æsispennandi, þar sem að á endanum réðst leikurinn á vítalínunni sitthvoru megin. Keflavík voru sterkari á svellinu þar og fór svo að þeir náðu að sigla 2 stiga sigri í hús, með 87 stigum gegn 85 í leik sem hefði allt eins getað farið á hinn veginn.

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Earl Brown, en hann skoraði 19 stig, tók 18 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði 3 skot á þeim 38 mínútum sem hann spilaði.

 

 

Tölfræði

 

Myndir

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl, myndbrot / Davíð Eldur