Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann ?EZ Nymburk og íslenska landsliðssins, Hörð Axel Vilhjálmsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Lið ?EZ Nymburk heimsækir lið BK Opava í dag í tékknesku deildinni.

 

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

Vali Orra Valssyni

Lovísu Björt Henningsdóttur

 
 

 

Hörður:

"Hérna er listinn minn.." 

 

 

Eminem – Loose Yourself

 

Þetta lag hefur fylgt mér síðan ég man eftir mér í raun, hef alltaf hlustað mikið á þetta lag, þá sérstaklega fyrir stóra leiki og stór “moment” í mínu lífi.

 

Tengi mikið við þetta lag, það mikið að ég hef látið húðflúra á mig setningu úr laginu, til að minna mig á mín markmið og halda mér fókuseruðum.

 

 

Hjálmar – Leiðin Okkar Allra

 

Þetta er nýtt á listanum. Farinn að hlusta á þetta lag nánast daglega til að endurupplifa part af þeim tilfinningum sem maður fann fyrir á Eurobasket. Eintaklega gott lag sem kemur manni í þægilegt hugarástand.

 

 

Herra Hnetusmjör ásamt Joe Frazier – Jámarh

 

Þetta lag er mjög litað af mínum herbergisfélaga frá Eurobasket. Enda hafði ég ekki hugmynd um hver Herra Hnetusmjör væri áður en herra Brooklyn kynnti mig fyrir honum.

 

 

Jón Jónsson – Gefðu allt sem þú átt

 

Þeir sem þekkja mig mjög vel vita að ég hef mikið álit af þeim bræðrum sem tónlistarmönnum og get hlustað endalaust á þá.

 

 

Óskar Axel – Allt sem ég er

 

 Annað lag sem hefur fylgt mér lengi… 

 

 

MC Gauti – Strákarnir

 

Þetta var líka spilað óspart inná herbergi hjá okkur strákunum (ahh see what I did there…)

 

 

Óðinn Valdimarsson – Ég er kominn heim

Þessi útgáfa af ég er kominn heim er líka kominn efst á lista yfir hluti sem ég hlusta á og horfi. Eitt ótrúlegasta augnablik sem ég hef upplifað og vona innilega að við getum upplifað eitthvað svipað með landsliðinu á komandi árum.