Björn Kristjánsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson leikmenn KR voru báðir ánægðir með sigurinn gegn ÍR í kvöld. KR vann þar með baráttu Reykjavíkur liðanna og heldur í jólafrí taplausir á heimavelli á árinu og það annað árið í röð. Þórir átti ljómandi leik, skilaði 16 stigum og sýndi stórkostlega takta á tímabilinu. Hann var ánægður með stækkandi hlutverk sitt í liðinu og leit björtum augum á framtíðina.

 

Björn kom inní byrjunarliðið fyrir leik og spilaði við litla bróðir sinn Odd Rúnar í ÍR. Spilamennska Björns var fín og er að sýna sig sem einn af skemmtilegri leikstjórnendum deildarinnar. Hann viðurkenndi að það væri gaman að fara með montrétt bræðranna inní jólin.