ÍRingarnir og Borgnesingarnir Trausti Eiríksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson spjölluðu við Karfan.is eftir stórt tap gegn KR í kvöld. Þeir voru hundfúlir með vont tap en voru sammála um að skelfilegur sóknarleikur hefði verið lykilatriði í leikum. Margt bar á góma svo sem framlag lykilleikmanna, jólaboðin, bardagi liðsfélaganna og að sjálfsögðu vítanýting Björgvins. Hann sagðist stefna á að taka á þeim málum yfir hátíðanna og leita sér hjálpar. Báðir voru þó sammála um að ÍR ætti meira inni og liðið hefði gott á jólapásunni sem framundan er.