Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Þórs frá Þorlákshöfn, Ragnar Nathanaelsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Þór tekur á móti Grindavík í Þorlákshöfn nú í kvöld kl. 19:15, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2Sport.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

 

 

 

Ragnar:

"Þessi listi er nú jafn fjölbreyttur og ég er stór. En þemað er "veljum íslenskt." Það að heyra í samlanda sýnum að gera góða tónlist, peppar mig að gera góða hluti á vellinum."

Intro – Emmsjé Gauti
Mjög mikilvægt að byrja alla playlista á réttu nótunum svo fólki veit hvað er í vændum. 

Sönn íslensk sakamál – XXX Rottweilar hundar
Það var aðalega með þessari snild sem ég uppgötaði hversu hart það er að vera Íslendingur. Það kveikir í manni. 

#brjálaður – Alexander Jarl
Það þarf varla að fara einhvað djúpt í þetta. Ég er brjálaður þegar ég er á vellinum.

Brennum allt – Úlfur Úlfur
Þetta er bara grjóthart lag!! 

Í sjálfum mér – Kef lavík 
Nat-vélin er "creatineétandivélmenni" 

Hefnd – Skálmöld 
Þetta kemur manni í baráttuhug þegar maður er mættur á vígvöllinn vopnaður leðurtuðru að reyna að vinna inn þessi 2 stig.

 
Jacuzzi Suzy – Brain Police 
Þetta lag er fullkomið í að hita upp skot fingurnar með að slá á léttann lúftbassa.

Backseat Freestyle – Kendrick Lamar 
Á kannski ekki rætur sýnar að rekja til Íslands en þetta er ákveðið bassablast sem sýnir að King Kunta er ekki hræddur við neinn.

Hotline Bling – Drake (bónus lag) 
Þetta er búið að vera lagið í klefanum uppá síðkastið svo ég get lofað ykkur, kæru lesendur, að þetta verður spilað í kvöld.