Spánverjinn Pau Gasol hefur marga fjöruna sopið og eldri en tvævetur í NBA deildinni. Hann er einnig frábær varnarmaður og hefur sýnt það upp á síðkastið að hann hefur engu gleymt hvað það varðar þó kominn sé á efri ár á NBA ferli sínum.

 

Chicago Bulls mættu Philadelphia 76ers í gærkvöldi og ákvað Gasol að sýna nýliðanum Jahlil Okafor að það þýðir ekkert að fara inn í teiginn með einhver skinkuhorn. Þú verður að fara grjótharður inn í teiginn ef þú ætlar að skora á Gasol – eins og haft er eftir Waka Flocka.