Jeff Teague átti ágætis leik fyrir Atlanta Hawks í gær. 24 stig og 9 stoðsendingar. Það hins vegar fellur í skuggann á þessari skitu sem hann bætti við þegar liðið hans var að berjast til baka eftir að lenda 30 stigum undir. Þess má geta að ekkert var dæmt á þetta. Ef NBA deildin er eitthvað samkvæm sjálfri sér fer maðurinn í bann og/eða fær sekt.

 

Persónulega hefði ég viljað sjá Bjelica negla í andlitið á honum en hann er nýliði og ekki að fatta hvað er um að vera… eða bara fagmaður og hefur engan áhuga á slíkum uppákomum. Þar að auki er það mitt mat að Dennis Schröder á heima í byrjunarliðinu Hawks og Teague í ruslinu.