Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Hauka, Emil Barja, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Haukar heimsækja ÍR í Hellirinn kl. 19:15 í kvöld.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

 

 

Emil:

"Ég setti saman upphitunardisk fyrir liði fyrir 4 árum síðan, þessi diskur hefur haldist óbreyttur síðan og eru hér nokkur sýnishorn úr disknum."

 

Muse – 2nd law unsustainable

Þeir sem hafa spilað körfubolta á íslandi síðustu árin hafa heyrt þetta lag spilað á ásvöllum. Þetta er og verður alltaf á meðan ég er í Haukum á upphitunardisk Hauka.

Dyamic – I will never stop

Íslenskur rappari sem ég skil ekki af hverju er ekki orðinn heimsfrægur. Hrikalega góður.

Quarashi – Stick em up

Kemur manni alltaf í stuð.

Muse – Reapers

Ég hefði getað sett nánast öll lög með Muse hérna inn en þetta er í uppáhaldi núna.

Dynamic – Ready set go

Meira með Dynamic, kíkið á hann.

Marc Antony – Vivir mi vida (version pop)

Eitt vel poppað spænskt lag til að halda í spænsku ræturnar (ég held reyndar að þetta sé frá Mexico)