Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann háskólaliðs Barry U, Elvar Már Friðriksson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Barry U heimsækir lið Shaw University í dag til Raleigh í Norður Karolínu.

 

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

Vali Orra Valssyni

Lovísu Björt Henningsdóttur

 
 

Elvar:

 

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Kvaðning  

Lag sem peppar mann vel upp, seinasta lagið sem maður hlustar á áður en maður labbar inn í klefa fyrir leik.

 

Sam Smith – Like I can  

Ég hlusta mikið á þægilega tónlist fyrir leiki, og Sam Smith er einn af þeim sem ég hlusta á.

 

Alter Bridge – Watch over you  

Gríðarlega gott lag sem gerir mann tilbúinn.

 

Justin Bieber – Sorry og What do you mean

Þessi lög hjá Justin Bieber koma manni í gírinn fyrir leiki.

 

Úlfur Úlfur – Brennum allt  

Eitt besta rapp bandið á Íslandi. Flest lögin þeirra hrikalega góð

 

Drake – Hotline Bling  

Töff lag hjá Drake, góður taktur í því sem kemur manni í fýling.

 

TÆT – Auto Tunes  

Þetta lag þyrftu allir að kynna sér, fróðlegur texti og að mínu mati bestu tónlistarmenn á Íslandi í dag. (Þeir eru einnig þekktir sem Júdasbræður)