Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Stjörnunnar, Bryndísi Hreinsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Stjarnan heimsækir Hamar í Dominos deild kvenna í kvöld kl.19:15 í Hveragerði.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

 

 

 

 

Bryndís:

"Ég myndi segja að ég væri nokkurs konar alæta þegar kemur að tónlist en það sem hjálpar til við undirbúning á leikdegi er róleg raftónlist, hiphop og popp. Það er mikilvægt fyrir svona ofvirka týpu eins og mig að „mixa“ playlistanum upp og fá rólegt á fóninn inn á milli. Það verður að viðurkennast að Justin nokkur Bieber eigi mig alla um þessar mundir þar sem nýju smellirnir hans falla heldur betur vel í kramið hjá mér."

 

Justin Bieber- What do you mean?

Hver verður ekki gíraður að hlusta á þennan frábæra „hittara“ hjá JB ? Ég á nánast engin orð yfir því hvað ég fýla þetta lag mikið og hvað það kemur mér í gott stuð.

 

Sam Feldt- Show me love (ft. Kimberly Anne)

Mátulega rólegt, ferskt en samt svo fjörugt og gefur góða tilfinningu. Þegar þetta er í spilun er ég að koma góðu hugarástandi upp og sé fyrir mér þristana rigna.

 

Sigur rós- Inní mér syngur vitleysingur

Ég verð alltaf virkilega peppuð þegar ég hlusta á þetta lag. Ég reyndar hlusta ekki mikið á Sigur rós en takturinn og textinn í þessu lagi er unaður.

 

Cherub- Doses & Mimosas

Ég efast um margir lesendur karfan.is hafi heyrt þennan klikkaða smell frá félögum mínum í Cherub. En þetta „grúví“ lag kemur mér í virkilega góðan fíling og gefur afslappaða en góða tilfinningu.

 

Justin Bieber- Sorry

Þetta lag er auðvitað bara nýkomið á pepplistann minn og er komið til að vera. Fjörugt og ferskt. Ég horfi yfirleitt á myndbandið með þegar ég hlusta á það þar sem ég er að reyna að læra dansinn. Planið er að bæta honum við sem hluta af upphitun fyrir leik. Á reyndar eftir ræða þetta við liðsfélagana. Ef einhver var að spá þá náði ég ekki á kappann þegar hann var á landinu, það voru vonbrigði.

 

 

Macklemore and Ryan Lewis- Wings

Ég fýla allt við þetta lag, mér finnst það virkilega nett og viðlagið er yndislegt.

 

Usher- I don´t mind ft. Juicy J

Hef alltaf verið mikill aðdáandi Usher og þetta lag er bara svo fáranlega gott.

 

Martin Solveig & GTA- Intoxicated

Hér erum við tala um gott „grúví“  pepplag sem kemur mér virkilega í gang og gefur mér meiri orku. Ég kann virkilega að meta það þegar DJ Kalli West setur það á í upphitun í garðinum.