Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Visir.is greinir frá.

Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af.

„Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi.

„Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“

Nánar á Vísir.is