Logi Gunnarsson er við það að venja sig við að koma leikjum í framlengingu en síðasti leikur sem hann spilaði þá setti hann þrist til að jafna og koma íslenska landsliðinu í framlengingu sælla minninga í Berlín. Í kvöld var Logi enn og aftur við sömu iðju. Logi skolaði niður einum erfiðum úr horninu og jafnaði fyrir þá Njarðvíkinga sem sigruðu svo að lokum í framlengingu.  Viðtal við Loga má sjá hér að neðan.