Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð Domino's deildar karla í kvöld. Grindavík rétt slapp með sigurinn úr Iðu en þeir gulu höfðu verið undir nánast allan tímann. Misbrestur í sóknarleik FSu í lok leiks varð til þess að Grindavík komst yfir rétt fyrir leikslok. Lokatölur 84-85 fyrir Grindavík.

 

Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur hjá Grindavík með 16 stig en Ari Gylfason leiddi FSu með 23. 

 

Haukar sigruðu Snæfellinga auðveldlega 86-60 á Ásvöllum. Stephen Michael Madison leiddi Hauka með 24 stig og 4 fráköst. Sherrod Wright var stigahæstur Snæfells með 17 stig og 5 fráköst.

 

Tindastóll sigraði ÍR í Hellinum 103-90. Darrel Lewis fór á kostum fyrir Tindastól með 37 stig í leiknum.