Undirbúningurinn hjá Völsurum í Domino's deild kvenna hefur ekki gengið eins og vonir stóðu til. Ari Gunnarsson, þjálfari liðsins er þó bjartsýnn á að liðið verði komið á fleygiferð þegar líður á tímabilið.

 

Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir)
Guðbjörg Sverrisdóttir Fyrirliði. 
Sóllilja Bjarnadóttir. 
Margrét Ósk Einarsdóttir. 
Regína Ösp Guðmundsdóttir. 
Bylgja Sif Jónsdóttir. 

Komnar. 
Hallveig Jónsdóttir  frá Keflavík. 
Dagbjört Samúelsdóttir  frá Haukum. 
Bergþóra Holton Tómasdóttir frá KR. 
Dagbjört Dögg Karlsdóttir frá KR. 
Helga Þórsdóttir frá Þór Akureyri. 
Jónína Þórdís Karlsdóttir frá Ármann. 
Margrét Hlín Harðardóttir frá Ármann. 
Karisma Chapman frá USA. 
Farnar. 
Fanney Lind Guðmundsdóttir 
Kristrún Sigurjónsdóttir til Skallagríms. 
Ragnheiður Benónýsdóttir til Spánar. 
Ragna Margrét Brynjarsdóttir til Stjörnunar. 
Sara Diljá Sigurðardóttir til Snæfell. 
Rannveig María Björnsdóttir hætt. 
Elsa Rún Karlsdóttir hætt. 
Taleya Mayberry USA. 
Joanna Harden USA. 

 

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið? 
Undirbúningur liðsins hefur ekki verið eins og við óskuðum okkur. Fámennt hefur verið á æfingum og við ekki komin eins langt og við hefðum viljað í undirbúningi. Leikmannannahópurinn er að skríða saman og erum við að verða frambærilegt lið. 

 

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Komandi tímabil leggst vel í okkur Valsmenn. Það gæti verið að við verðum ekki alveg tilbúinn þegar við mætum í fyrstu umferðirnar en ég veit að í liðinu eru hörku leikmenn sem munu gera allt til að vera ofarlega í deildinni á komandi tímabili. Það markmið leikmanna, þjálfara og stjórnar að vera í einu af fjórum efstu sætunum þegar deildinni lýkur. 

 

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Mér finnst Haukar vera með besta mannskapinn núna fyrir mót og verða bara betri um áramótin þegar erlendi leikmaðurinn kemur til liðsins. Keflavík er með ungt og skemmtilegt lið sem verður gaman að horfa á. Svo verða Snæfell og Stjarnan að berjast um sæti í vetur.