Tómas Þórður Hilmarsson gerði 14 stig og tók 5 fráköst þegar Stjarnan varð Lengjubikarmeistari í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tómas hefur síðustu misseri vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína á vellinum og hefur á skömmum tíma tekið að sér æ stærri hlutverk í ranni Stjörnunnar.

Aðspurður hvort þetta væri ár Stjörnunnar svaraði kappinn: „Maður spyr sig.“