Þórir Guðmundur Þorbjarnarson kveikti í KR-ingum í kvöld þegar Íslandsmeistarar síðustu tveggja tímabila kjöldrógu Njarðvíkinga í Domino´s-deild karla. Þórir gerði 21 stig í leiknum, var 5/7 í þristum, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á rúmum 25 mínútum. Hann fór sérlega mikinn í þriðja leikhluta. Karfan TV ræddi við Þóri eftir viðureign liðanna sem sagði að allir röndóttir þyrftu að vera klárir í slaginn þegar vanti leikmenn í raðir KR-inga á borð við Pavel Ermolinski og Helga Magnússon. 

„Við berjumst fyrir öllum titlum sem eru í boði þó vanti 1-2 menn því þeir munu koma inn og þá verðum við ennþá sterkari,“ sagði Þórir meðal annars við Karfan TV.