Hlynur Bæringsson og drekarnir hans í Sundsvall urðu að fella sig við ósigur á heimavelli í gærkvöldi í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Jamtland komst í burt með 81-91 útisigur.

Hlynur var með sterka frammistöðu en hann gerði 17 stig, tók 14 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum en það dugði ekki til þennan leikinn. 

Sundsvall hefur nú leikið 4 leiki, unnið 2 og tapað 2 og situr í 4. sæti sænsku deildarinnar. Tvö lið eru enn taplaus en það eru Jakob Örn og félagar í Boras og svo Södertalje Kings en bæði lið hafa unnið þrjá fyrstu leiina sína.