Israel Martin fyrrum þjálfari Tindastóls flaug í gegnum eldskírn sína í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar nýja liðið hans Bakken Bears slátraði nýliðum Stevnsgade SuperMen 108-62. 

Michel Diouf var stigahæstur í liði Bakken. Ljómandi góð byrjun hjá Martin og félögum sem þykja líklegir til afreka í dönsku deildinni í vetur.